top of page

Vantar þig tæki í sveitina ?

Sala og þjónusta 
sími 555 6520
sala@hardskafi.is

Liðléttingar

Við sendum í einum grænum

ATV.JPG

Sturtuvagnar fyrir ATV

Sturtuvagn tveggja tonna á tveimur hásingum eða 1,5 tonn á einni hásingu.  Þessi vagn er ekki með hemlunarbúnaði og þessvegna ekki skráningarhæfur.  Honum fylgir kúlutengi og traktorstengi.  Glussaslöngur eru tengdar beint í traktor til að sturta.  

Aukabúnaður a)  12v glussadælusett sem sett er á beisið, þá er hægt að sturta.

Aukabúnaður b)  Upphækkunargrindur fyrir fjárflutninga eða annan lausan farm svo sem kurl.  Skoðaðu kerrupésann.

Á forsíðu er verð á öllum vörum

Teikningar

Hagasláttuvél 15HP ATV

15hp bensín mótor.  Þú getur valið spottastart eða með rafstarti.  Láréttur öxlull með 28 hnífum eins og stóru hagasláttuvélarnar.

Hjólabúnað er hægt að færa aftan á vélina en þannig er hægt að potast betur á milli hindrana og slá betur uppað.  120cm sláttubreidd, hægt að stilla hliðsetningu,  Þægileg hæðarstilling 2,5 - 15cm. Þyngd 230kg.  Afhendist fullsamsett, smurð og ströppuð á vörubretti og klár í slaginn.

Svona skipti ég um reimar

Á forsíðu er verð á öllum vörum

Hagasláttuvél 24HP ATV

24hp bensín mótor með rafstarti.  Láréttur öxlull með 24 stórum hnífum / hnöllum.  Hægt að opna baklúgu, sláttubreidd 160cm, heildarbreidd 250cm, 3 reimar,  Þyngd 330kg. Hægt er að stilla dráttarstöng.

Þessi vél er hörkudugleg í erfiðum aðstæðum.

 

Á forsíðu er verð á öllum vörum

Sláttuvél ATV EL 120

Sláttuvél fyrir fjórhjól.  Einn rótor með disk sem skartar tveimur lausum hnífum. 13hp bensínvél með rafstarti. Vinnslubreidd 1120mm og klippihæð 89-190mm.  5 hæðarstillingar á hjólum.  Sérstaða við þessa vél er langt beisli sem hægt er að hliðarstilla.  Hún getur því allnokkuð langt til hliðar.  Þessi vél hentar ágætlega við erfiðari aðstæður og óaðgengilegar.

Á forsíðu er verð á öllum vörum

-

Sláttuvél ATV

16hp bensín mótor með rafstarti.  þrjú hnífasett hvert á sínum rótor.  13 lítra bensíntankur.

Vinnslubreidd 112 cm.  Klippihæð 2,5 - 25cm.

183 kg.

Á forsíðu er verð á öllum vörum

-

Hagasláttuvél 18HP ATV

18hp bensín mótor með rafstarti.  Láréttur öxlull með 24 stórum hnífum / hnöllum.

Sláttubreidd 145cm. 3 reimar, Þyngd 364kg, Klippihæð 1,7 - 6,5cm.

Það sem þessi vél hefur umfram hinar er að hún eltir landslagið vel.  Fjögur hjól og liðamót á beisli tryggir jafnan slátt þó það séu holt og lægðir á flötinni.  

Á forsíðu er verð á öllum vörum

Tromla

Tromlurnar eru til í 150 og 180cm fyrir fjórhjól.  Þær eru hægt að fá með eða án tinda.

Tindarnir eru á gjörðum, á mynd má sjá hvernig gjarðir eru settar á.

Tromlan er 60cm í þvermál og fyllist með vatni.

Tóm er 180cm tromla 270kg.

Tromluna tóma er hægt að lyfta á þrítenginu.

Á forsíðu er verð á öllum vörum

-
Handbók
Teikningar

Snjóblásari ATV

Snjóblásari með 15hp bensínmótor og rafstarti auk 12V búnaði til að stjórna frákasti.   Með hliðarskerum nærðu lengra eða u.þ.b. 150cm.

Á forsíðu er verð á öllum vörum

Handbók
Teikningar

Vallarsnyrtir

Þessi vél safnar taðhraukum, laufi og grasi allt eftir því hvernig hún er útfærð.  5,5hp mótor, geymslurými er 0,7m3, þyngd 317 kg.

fjögur hjól tryggja að hún er ávallt í réttri vinnsluhæð.  Sjálfstæð vél aftan í fjórhjólið.

Á forsíðu er verð á öllum vörum

Handbók
Teikningar

Áburðardreifari

Áburðardreifari 160 ltr fyrir fjórhjólið.  Með þessum er hægt að dreifa áburði, salti og sandi.  Sterkbyggður en einfaldur og þægilegur í notkun. magni er stórnað með handfangi.  

Á forsíðu er verð á öllum vörum

-
Handbók
Teikningar

Dælutankur

Þennan úðara setur þú á fjórhjólið.  Þú gangsetur hann með rofa og keyrir af stað.

55 lítra tankur

12 Volta dæla.

Vökvunarbóman er seld sér en þær eru til í stærðunum 1,5m 2,0m 3,0m og 5,0m

Á forsíðu er verð á öllum vörum

-
Handbók
Teikningar

Gras- og laufsafnari

Þessi sópar í seglið sem er 365 lítra.

Hentar fjórhjólum og garðtraktorum.  Breiddin er 106cm  og burstinn er 10" 

 

Gírun á kústi er 4,25:1.

Á forsíðu er verð á öllum vörum

-
Handbók
Teikningar

Slóðadragi

Slóðadragi sem hvaða fjórhjól sem er ræður við.  180 og 240 cm breidd í boði.

Góðir gaddar rífa vel upp svo að gagn sé af.

Á forsíðu er verð á öllum vörum

Handbók
Teikningar

Borvél ATV

Stauraborvél með 9hp bensínmótor sem knýr vökvakerfi vélarinnar.  Snúningshraði er 58 RPM. Þyngd 168kg, 4,8-8 hjólbarðar.

Kúlubeisli fyrir fjórhjólið og þá er fljótgert að bora allt það sem bora þarf út um allar koppagrundir. Borar eru ekki í verði.  

Borar eru til í þessum stærðum; 127mm, 152mm, 203mm, 254mm og 305mm

Á forsíðu er verð á öllum vörum

-

Dreifari

Þennan dreifara setur þú á fjórhjólið.  Þú gangsetur dreifarann með rofa og keyrir af stað. 

Með þessu er hægt að dreifa áburði, sandi, salti eða fræ.

40 lítra dallur

Dreifni allt að 370cm.

Á forsíðu er verð á öllum vörum

-
Handbók
Teikningar

Tindaherfi

Frábær græja í reiðhöllina eða stíga.  Rífur upp, sléttar og jafnar stíga, sand eða flag.  Margir stillimöguleikar fyrir ýmis verkefni. 

2 metra breidd.

Stórir framtindar rífa upp, minni tindar taka svo við og skafan kemur síðust og brautin verður rennislétt.

Einnig til með þrítengisfestingum fyrir traktorinn.

Á forsíðu er verð á öllum vörum

Handbók
Teikningar

Áburðardreifari

Dreifari sem nýtist vel fyrir áburð.  grasfræ, hálkuvörn og jafnvel fleira.  Hentar vel aftan í garðtraktora og fjórhjól. 56 lítra dallur, 16kg, Plasthlíf yfir dallinn og kögglagrind fylgir með.  Afhendist ósamsett.

Á forsíðu er verð á öllum vörum

Teikningar

Vélsópur

Væntanlegt

Á forsíðu er verð á öllum vörum

Handbók
Teikningar

Diskaherfi  ATV

Diskaherfið er á hjólum en með snúningssveif er diskum slakað niður.  Vinnslubreidd er 83cm og diskarnir eru 5 + 5 talsins.  Með þessu er moldin losuð upp og fínmöluð.

Á forsíðu er verð á öllum vörum

Handbók
Teikningar

Fáðu nánari upplýsingar
 
Sími 555 6520
sala@hardskafi.is

Viðskiptavinir eru bændur í ýmsum búskap,  frístundabændur, skógarbændur, golfklúbbar, sveitarfélög og verktakar svo eitthvað sé nefnt.

Harðskafi

Harðskafi ehf,  kt 700408-1160,  Reykjavík

bottom of page