Vantar þig tæki í sveitina ?

Sala og þjónusta 

sími 896 5486

sala@hardskafi.is

Við sendum í einum grænum

Hagstæður flutningur heim í hlað

Hnífatætari 230

Öflugur hnífatætari fyrir miðlungsstóra traktora.  Aflþörf er 50/70hp.  Þessi er til í tveimur stærðum, 200cm og 230cm vinnslubreidd.  Í drifskafti sem fylgir með er öryggisnagli sem brotnar við mikla fyrirstöðu.  Ýmsir stillingamöguleikar í boði,  mesta vinnsludýpt er 16cm.  Þyngd  478kg / 512kg, fjöldi hnífa  54 / 60

Myndirnar eru af 230cm tætaranum, en enginn munur er á þeim nema lengdin.

 

Hnífatætari 250

Öflugur hnífatætari fyrir traktora.  Aflþörf er 90hp.   Í drifskafti sem fylgir með er öryggisnagli.  Ýmsir stillingamöguleikar í boði,  mesta vinnsludýpt er 17cm.  Þyngd  800kg kg, fjöldi hnífa  66 33 hægri + 33 vinstri. RPM 540

Stillanlegur öxulsnúningur 

165 - 211 RPM.

Hnífatætari compact

Jarðtætari sem gerður er fyrir s.k. compact traktora.  Slíkir traktorar eru jafnan lægri og síður gerðir fyrir þung tæki.  Fjórar útgáfur í boði, 95cm 115cm,135cm og 145cm.  

135cm tætarinn er 180kg, notar 28 hnífa, 14 hægri og 14 vinstri.  Hægt er að stilla hliðsetningu.  Myndirnar eru af 135cm tætaranum.

Pto 540 rpm og aflþörf 18hp. 

Hnífatætari 125 150 180

Sterkbyggður tætari í stærðunum 105cm 125cm 150cm og 180cm

180cm tætarinn er 350kg og þarf 40hp.  auðstillanlegur, mesta dýpt er 150mm.  Drifskaft með öryggisnagla fylgir með.  Fjöldi hnífa 24 + 24 í 180cm tætaranum.  Öryggisnaglinn kemur í veg fyrir tjón á vél ef mikil fyrirstaða verður.  Í myndasafni er samanburðartafla.  Aflþörf 40hp+    Það er kostur að tætari nái sporvídd traktors.

 

Hnífatætari 105

Sterkbyggður tætari í stærðunum 105cm 125cm 150cm og 180cm

105cm tætarinn er 265kg og þarf 20hp.  auðstillanlegur, mesta dýpt er 150mm.  Drifskaft með öryggisnagla fylgir með.  Fjöldi hnífa 30, 15 + 15.  Öryggisnaglinn kemur í veg fyrir tjón á vél ef mikil fyrirstaða verður.  

Tindaherfi

Jarðvinnutæki á þrítengið cat.2. Því er ætlað að rífa upp jarðveginn allt að 46cm dýpt.  Tvær breiddir eru í boði.  Þetta er afar sterkbyggt tæki, enda eru átökin mikil þegar svo djúpt er farið.  Keflið fletur svo út og þjappar moldina hæfilega.  Stærra herfið er með 5 tindum, vinnslubreidd 227m og aflþörfin er 90hp +

Fjölmargir stillimöguleikar eins og myndir sýna.

Tætarar á framfestingar

Hnífatætarar og pinnatætarar á framfestingar. Þeir eru vökvadrifnir og til í ýmsum stærðum.  Vinsamlegast spurðu okkur því hér er úr ýmsu að moða.  Pinnatætaranum fylgir steinakefli eða röravals eftir því sem óskað er eftir.  Mikilvægt er að vita hversu stór olíudæla í vinnuvélinni þinni er og hvaða festingar við eigum að setja á svo að allt passi saman.

Pinnatætari 170

Pinnatætarar eru til í stærðunum 130, 170, og 210cm. Með þessu tæki næst einstakur árangur og falleg áferð eftir að valsinn hefur rúllað yfir. Fjöldi rótora eru 6 - 10 háð stærð tækis og á hverjum þeirra eru 2 hnífar.  Við kaupin er hægt er að velja á milli tveggja valsa, steinavals og röravals.

Myndirnar eru af 170cm tætara.

Skoðaðu líka pinnatætara með sáningarkassa.  Við eigum von á stærri pinnatæturum fyrir stærri traktora. 

Sáningarvél 170

Pinnatætari með sáningarkassa og sléttunarvals.  Stærðir í boði eru 130cm með sex rotorum,  170cm með átta rotorum og 210cm með 10 rótorum.  Á hverjum rotor eru tveir hnífar.  Tætaranum fylgir drifskaft.  Sáningarvélin snýst í takti við sléttunarvalsinn (keflið) og hægt er að stilla magndrefingu á fræi. Þeir eru væntanlegir stærri í mars 2021. 210cm;  aflþörf 55-80hp, vinnslubreidd 200cm, þyngd 365kg, 40 lítra kassi.

Diskaherfi 180

Diskaherfin eru til í þremur stærðum, 120, 150 og 180cm. 180cm breiða herfið er 410kg.  Diskarnir sem eru 46cm í þvermál og 20talsins eru skáhallandi til að ná sem bestri virkni. 

 

Stærri jarðvinnutæki

Við erum í góðu samstarfi við afar öflugan og margverðlaunaðan Pólskan framleiðanda.  Plógar, herfi hverskonar, jarðtætarar af ýmsu tagi, sáningar- og plöntunarvélar og upptökuvélar.  Hér getur þú flett bæklingi.

BÆKLINGUR

Kartöfluvél stór

Við erum í góðu samstarfi við afar öflugan og margverð-launaðan Pólskan framleiðanda.  Plógar, herfi hverskonar, jarðtætarar af ýmsu tagi, sáningar- og plöntunarvélar og upptökuvélar.  Hér getur þú flett bæklingi um kartöfluvélina.

BÆKLINGUR

Kartöfluvélar litlar

Annarsvegar er það niðursetningarvél sem setur niður í tvær raðir í einu. Aukabúnaður er áburðarskammtari.  Hjólin drífa gangverkið, ekkert drifskaft. Upptökuvélin er pto knúin og tekur eina röð í einu.  Vélarnar fara einstaklega vel með kartöflurnar.  Það er nauðsynlegt að hafa gott bil á milli raða. Svo er það hreykiplógur en með honum er hægt að hreykja að kartöflum við niðursetningu.

Hefiltönn

Tennur í ýmsum stærðum fyrir traktora.  Blaðinu er hægt að snúa 360 gráður og bakka með það.   Hentugt til að jafna vegslóða og stíga.  

Til í stærðunum 150cm, 180cm, 210cm og 240cm HD.  Aukabúnaður á 210cm tönnina eru stuðningshjól.

Tindaskafa

Rífur upp og jafnar út.  Tennur er hægt að hæðarstilla.  Efni safnast í kassann en skilar sér út í lægðir og þegar þrítengi er lyft.  Á bakhlið eru stálblöð beggja vegna til að ýta í hvora áttina sem er.  Til í stærðunum 120cm, 150cm og 180cm, 210cm og nú 240cm.  Þetta er góð ballest sem nýtist einnig til að rífa upp jarðveg fyrir mokstur.

Þetta áhald nýtist vel við margvísleg viðfangsefni. 

1/4

Hreykiplógur

Hreykiplógurinn er notaður til að hreykja að í garða.  Hann nýtist t.d. vel í kartöfluræktina. Hér í myndasafni eru þrjár útfærslur.

Tindasköfur og hrífur

Hrífur og tindasköfur fyrir traktora og fjórhjól.  Þessar eru fyrst og fremst ætlaðar til að rífa upp og slétta yfirborð.  Dæmi um notkunarstaði eru göngustígar og reiðstígar og reiðvellir,  eyða förum í sandi eftir utanvegaakstur svo eitthvað sé nefnt.

 

Tromla valtari

Tromlurnar eru til í ýmsum stærðum og með eða án tinda.  Tindana má fjarlægja.  Hægt er að setja á þrítengi.  Þessi er 180cm með tindum og vigtar 270kg tóm.

Plógur

Plógar fyrir litla sem stóra traktora.

Allt frá einskera upp í fullvaxna.

Hér eru til dæmis myndir af einskera vendiplóg handstýrðum og vökvastýrðum, og tvískera fyrir litla traktora 30hp+.

Svo eru stórir plógar fyrir stóra traktora og stór viðfangsefni.

  

Slóðadragar

Slóðadragar eins og í gamladaga og einnig slóðadragar fyrir lengra komna.  Það er gott að slóðadraga. 

Áburðardreifari

Áburðardreifarar í úrvali, litlir og stórir.  Þessi er með plasttrekt og ryðfrítt stál, handstýrð magnstjórnun,  6 - 18mtr dreifing.  Kat 1, þrítengi,  Drifskaft fylgir með.  Aukabúnaður, vatnshlíf, vökvastýring fyrir magn, saltbúnaður.  

Svo eru þarna Stórir dreifarar fyrir stærri traktora og dreifari fyrir fjórhjól.

                                                       

Áburðardreifari

Dreifari fyrir bóndann sem á ekki traktor heldur bara fjórhjól eða sláttutraktor.

56 lítra dallur og kastdiskur sem skilar góðri dreifingu.  Svo er hægt að dreifa fræi og á veturnar má setja salt í þetta og bruna um heimreiðina og hálkuverja.

Borvélar og borar

Við erum með borvélar og bora svo þú getir létt þér störfin.  Stauraborar henta vel í girðingavinnuna og ef koma þarf niður stoðum undir kofa eða sólpalla.  Í sumum tilvikum kemur staurabor sér vel við gróðursetningu.   Við erum með borvélar fyrir þrítengið, liðléttinginn, gröfuna og sjálfstæð glussadrifin vél með bensínmótor.

Gröfuarmur Backhoe

Gröfuarmurinn drýgir notagildi traktorsins, en með honum getur þú grafið skurði, tekið holur eða grunn.  Við erum með tvær stærðir í boði.  Sá minni hentar 25-30hp traktorum best. Sá stærri er fyrir 45-60hp traktora.  Armurinn er settur á þrítengið og drifskaft tengt.  Drifskaftið knýr svo glussadæluna á gröfuarminum. Það eru því engar slöngur í traktorinn.  Nánar um þetta í myndum og myndskeiði.  Þó það sé skemmtilegt að moka á þennan hátt þá er þetta auðvitað ekki barnaleikfang.

Beltagrafa MINI HYBRID

Þessi vél er lang stærsti draumur húskarlsins á bænum.  Þessi grafa er lítil, létt og hægt er að potast á henni nánast hvert sem er. Ef þú þarft að moka inni eða í aðstæðum þar sem alls ekki má vera með hávaða, þá lætur þú hana ganga á rafmagninu.  Bensínmótor 13,5hp eða 400V 3ja fasa rafmagn knýr glussakerfið.  Þyngd 590kg, Fimm verkfæri fylgja með í kaupunum. 

Fjaðraherfi 100 120 140

Litlu fjaðraherfin eru í boði með eða án röravalsins. 

Röravalsinn er ekki samkvæmisdans heldur kefli sem straujar hæfilega niður moldina eftir að fjaðrirnar hafa rist hana upp.

Stærðir í boði eru 100cm, 120cm, og 140cm

og þú velur hvort þú viljir hafa valsinn með.

Tindaherfi 100 140 180

Litlu tindaherfin eru til í stærðunum 100cm, 140cm og 180cm.  Tindarnir, sem hægt er að hæðarstilla,  ná niður á allt að 20cm dýpi.  Með þessu er hægt að lyfta upp jarðveginum ef hann er ekki stórgrýttur.  Þessi eru einungis ætluð traktorum með Cat.1 beislisfestingar eða innan við 50hp.

Sáningarvélar

Við erum með vélar fyrir sáningu.  Á pinnatætarana er hægt að setja kassa sem dreifir fræi í takti við snúningshraða sléttunarvalsins. 

 

Vélar fyrir stærri verkefni er hægt að skoða í vörubæklingi hér.

Fáðu nánari upplýsingar

 

Sími 896 5486

sala@hardskafi.is

Viðskiptavinir eru bændur í ýmsum búskap,  frístundabændur, skógarbændur, golfklúbbar, sveitarfélög og verktakar svo eitthvað sé nefnt.

Harðskafi

Harðskafi ehf,  kt 700408-1160,  Reykjavík

© 2021 Vefumsjón  GRM fyrirtækjaráðgjöf