www.sjobirtingur.is
Laxá og Brúará
í Fljótshverfi
Veiðitímabilið 2023
Uppselt

Tilmæli til veiðimanna
Veiðitakmarkanir.
Mælst er til þess að fiskum sé sleppt eins og kostur er. Fiskstofnar á svæðinu hafa orðið fyrir áföllum vegna eldgosa, landbreytinga auk breyttra skilyrða í hafi. Miklar viðhorfsbreytingar hafa orðið hjá veiðimönnum til batnaðar og margt bendir til að veiðisvæðið sé að ná sér á ný. Eftir 10. október má aðeins nota smáa öngla og öllum afla skal sleppt. Aflatölur
Ef veiðimenn eru uppvísir að því að fara á svig við reglur, þá er það einfaldlega veiðiþjófnaður.
Skráning afla. Nauðsynlegt er að skrá afla rétt. Þetta á einnig við um fisk sem er sleppt. Röng skráning og engin skráning á veiddum fiski leiðir til rangra greininga og þar með rangra ályktana hjá Hafró. Veiðibók
Umgengni. Vegir og slóðar liggja skammt frá öllum veiðistöðum. Engin ástæða er til að keyra utan þeirra. Veiðimenn eru upp til hópa náttúruunnendur og eru komnir á veiðisvæðið til að njóta.
Veiðitímbil 2023 Hér er hægt að skoða bókanir og leita. N/A þýðir að dagur er ekki í boði. Skrollaðu svo niður töfluna.
Veiðitímabilið haust 2023
Veiðidagur kostar kr 80.000
Innifalið í verði eru 2 stangir.
Veitt er frá morgni til kvölds frá miðvikudegi til sunnudags. Veiðitímabilið er 2.ágúst til 20.október.
Veiðihúsið á staðnum hýsir veiðibók en þar hvorki rafmagn né rennandi vatn. Fjölmargir gistimöguleikar eru í næsta nágrenni.
Greiðsluupplýsingar
kt 031063-3969
reikn. 0317-13-153111
Greiðslutilkynningu skal senda á hordur.hauksson@simnet.is
Bókun er ekki staðfest öðruvísi en með greiðslu.
Við bókun þarf að skrá símanúmer, netfang og nöfn allra veiðimanna sem ætla að mæta. Verði breyting þar á þarf að tilkynna þá breytingu tímanlega.

Fljótshverfi er austur af Síðu í Skaftárhreppi.
Veiðisvæðið afmarkast af; Reykjarhyl í Laxá, fossi ofan við Manghyl í Brúará og vatnamótum við Djúpá eða allnokkuð niður með varnargarði neðan við þjóðveg 1. Veiðisvæðið og umhverfi er fallegt og eru veiðistaðir fjölmargir og fjölbreyttir. Aðeins er um haustveiði að ræða en uppistaða í veiði er Sjóbirtingur en einnig veiðist þar bleikja og stöku lax. Áður fyrr var hér um mikla matarkistu að ræða fram eftir hausti og afli saltaður fyrir veturinn, en síðustu áratugi hefur aðeins verið veitt á stöng.
Veiðifélagið Hængur (Hvalsíki / Nýiós)
Skaftárhreppi / Fljótshverfi
Formaður veiðifélags og umsjónarmaður er Hörður Hauksson
Tölvupóstur, hordur.hauksson@simnet.is
Miðhúsum 46, 112 Reykjavík og Kálfafellskoti,
Greiðsluupplýsingar
kt 031063-3969
reikningsnúmer, 0317-13-153111
Greiðslutilkynningu skal senda á hordur.hauksson@simnet.is