top of page

Umsagnir notenda

 

Starfsmenn fjölda íslenskra fyrirtækja og stofnana hafa notað @RISK á ýmsum sviðum með góðum árangri undanfarin ár. Meðal notenda hugbúnaðarins á Íslandi eru Icelandair Group, Eimskip, TM, VÍS, Sjóvá, Landsnet, Landsvirkjun, Mannvit, Ísavia, Norðurál, Efla verkfræðistofa, Háskólinn í Reykjavík, Íslandsbanki, Vegagerðin, Stefnir og Icelandair.

 

Hér að neðan má sjá ummæli nokkurra þeirra um hugbúnaðinn:

 

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu (LRH) hóf að nota @Risk fyrir nokkrum árum þegar verkfræðingarnir Þorbjörg Sæmundsdóttir og Sylvía K. Ólafsdóttir gerðu hermilíkan í þeim tilgangi að áætla mannaflaþörf í almennri löggæslu. Í kjölfarið var skipt um vaktkerfi til að mæta betur sveiflum í útköllum eftir mismunandi tímum sólarhringsins og milli vikudaga. Þörfin fyrir mannskap er mest aðfararnótt sunnudags en minnst aðfararnótt miðvikudags og munar þar verulegu. Með þessu var hægt að kostnaðarhagræða og jafna álagi á starfsfólk. Líkanið hefur einnig verið notað til að greina mannaflaþörf löggæslu á landsbyggðinni t.d. til að sjá árstíðarsveiflur í mannaflaþörf þar sem útköll í sumarhúsabyggðir og vegna umferðar ferðamanna bætast við útköll vegna íbúa viðkomandi lögregluumdæmis. LRH hefur einnig notað @Risk í sviðsmyndagreiningu til að spá fyrir um rekstrarafkomu stofnunarinnar þegar óvissuþættir rekstrarins hafa verið margir.
Halldór Halldórsson, framkvæmdastjóri fjármála- og þjónustudeildar Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu

 

Icelandair Group  @RISK hefur nýst félaginu með margvíslegum hætti. Meðal þess sem felst í rekstrartengdri áhættustýringu félagsins er að bregða upp sviðsmyndum af rekstrartengdum atburðum og meta fjárhagslegar afleiðingar þeirra. Með @RISK er hægt að endurtaka sviðsmyndirnar mörg þúsundum sinnum á augabragði og draga þannig upp mynd af líkindadreifngu sjóðsstreymisáætlunar og greina jafnframt helstu áhrifaþætti hennar með einföldum hætti.
Ólafur Briem Forstöðumaður áhættustýringar Icelandair group

 

Vegagerðin  Að svo stöddu hef ég aðallega notað @RISK í tímaraðagreiningu til að meta hverjar séu líkur á að ákveðin umferðaþróun muni eiga sér stað í framtíðinni. Forritið hefur reynst afar gagnlegt og skjótvirkt. Með @RISK er notandinn með afar góðan og faglegan stuðning við framsetningu og mat á niðurstöðum.

Friðleifur Ingi Brynjarsson, verkefnisstjóri umferðardeildar Vegagerðarinnar

 

Háskólinn í Reykjavík Ég bæði kenni og nota @RISK, aðallega við arðsemimat og áhættugreiningu fjárfestinga en einnig við verkefni af öðru tagi. Ég hef mikla trú á @Risk sem aðgengilegt verkfæri fyrir hermun, ekki síst við gerð rekstraráætlana fyrirtækja þar sem óvissa getur skipt verulegu máli. Gerð reiknilíkana af þessu tagi endar gjarnan með því að til verður verðmætt tæki sem hægt er að nota til að kanna ýmsar sviðsmyndir t.d. í rekstri fyrirtækja. En jafnframt ber að hafa í huga að mesta gagnið af líkangerð felst oft í þeim skilningi sem líkansmiðurinn öðlast á viðfangsefninu meðan á smíðinni stendur.
Páll Jensson, prófessor og sviðsstjóri fjármála- og rekstrarsviðs HR

 

Mannvit  Ég nota @RISK og Precision tree mikið í brunahönnun þar sem ég til dæmis ber saman öryggi reglugerðarlausna við markmiðshannaðar lausnir. Ég nota einnig forritin til að meta áreiðanleikakerfa og við greiningu á ýmsum áhættuþáttum er varða öryggi fólks og eignavernd.
Guðni Pálsson, sviðsstjóri brunatækni hjá Mannvit

 

Íslandsbanki Ég nota @RISK aðallega í tengslum við verðmöt eigna. Með @RISK næ ég að skilja betur óvissuna sem felst í þeim forsendum sem við notum við gerð verðmatslíkana. @RISK gefur mér mun betra innsæi inn í virkni þeirra líkana sem við notumst við og öll túlkun niðurstaðna fær nýja vídd.
Ósvaldur Knudsen

 

Sjóvá  Ég nota @Risk til að aðlaga dreifingar að gagnasettum. Þannig fæ ég betri skilning á viðfangsefninu og get m.a. hermt væntar framtíðar niðurstöður og sett fram á einfaldan og þægilegan hátt.
Birgir Viðarsson, sérfræðingur í áhættustýringu hjá Sjóvá

Capture3.JPG
Capture2.JPG
Capture.JPG
Capture1.JPG
bottom of page