top of page
Rekstraráðgjöf

 

Við aðstoðum með greiningar og frumvinnslu til að kortleggja reksturinn og framkvæmum þannig stöðumat.  Lykilþættir við framkvæmd stöðumats er mat á styrkleikum og veikleikum í rekstri. Við beitum viðurkenndum aðferðum og reiknilíkönum til að koma auga á betri leiðir við ferlastjórnun og betri nýtingu mannauðs og aðfanga. Okkar vinna felur einnig í sér áhættumat til að stjórnendur séu betur undir það búnir að takast á við ógnanir og fanga tækifærið. Með stefnumótun í farteskinu eru stjórnendur með leiðavísi til að ná settu marki. Markmið okkar er umfram allt að stuðla að bættri ákvarðanatöku.  

Markaðsráðgjöf

 

Góð markaðsáætlun er einn af lykilþáttum faglegs markaðsstarfs og um leið leiðarvísir fyrir markaðsstarf fyrirtækja. GRM býður fyrirtækjum aðstoð við gerð markaðsáætlana og eftirfylgni eftir þörfum hvers og eins.  Með vörumerkjarýni geta fyrirtæki fengið greiningu og mat á stöðu vörumerkja og tillögur að aðgerðum ef þeirra er þörf.  Rýnin felst m.a. í því að greina hvernig staðið hefur verið að uppbyggingu á virði vörumerkisins og kanna hver vitund og ímynd þess er meðal markhópsins.

Verðmat

 

Trúverðugt verðmat byggir fyrst og fremst á traustum heimildum og vandaðri vinnu. Stöðugur vöxtur í verðmætasköpun og sérstaða á markaði eru dæmi um góðar heimildir fyrir verðmati.  Við beitum nálgunum sem best henta hverju sinni.   góðu verðmati fylgir áhættumat sem gefist hefur vel sem stjórntæki (value drivers / risk drivers.

Verðmat á að svara helstu spurningum fjárfesta og lánveitenda.

Arðsemi og áhætta

 

Góð ákvarðanataka er in veigamesta forsenda árangurs. Sérhverri ákvörðun sem ætluð er að hrinda einhverju í framkvæmd fylgir einhver áhætta. Við höfum góða reynslu í því að meta arðsemi framkvæmda og meta áhættuna og tækifærin. Til að stuðla að stöðugum vexti í verðmætasköpun þarf ákvarðanataka að vera í takt við stefnu og sett áhættuviðmið. 

Stjórntæki

 

Stjórntæki Það er okkar hlutverk að beina athygli stjórnandans að þeim þáttum sem skipta máli. Með réttum stjórntækjum og mælikvörðum er stefnan sett á betri nýtingu og minni sóun. Þannig eru stjórnendur í betri aðstöðu til að taka betri ákvarðanir en ella. Það er mikilvægt að innan fyrirtækisins sé unnið með samræmda mælikvarða og áhættuviðmið.  
 

Áhætta

 

Áhættumat felur það í sér að kortleggja óvissu og orsakasamhengi í þeim tilgangi að:

 

  • Bæta ákvarðanatöku

  • Meta líkur á árangri

  • Bæta undirbúning

  • Samræma túlkun

  • Auðvelda fjármögnun

Sími 555 6520

bottom of page