top of page

Vantar þig tæki í sveitina ?

Sala og þjónusta 
sími 555 6520
sala@hardskafi.is

Liðléttingar

Við sendum í einum grænum

Hvernig kurlara á ég að kaupa?
 

Hér eru fáein atriði sem hjálpa viðskiptavinum að finna rétta kurlarann hjá okkur sem hæfir.

 

Allir okkar kurlarar eiga það sameiginlegt að skurðarhnífarnir eru á tiltölulega stóru hjóli sem snýst á miklum hraða, svo er móthnífur. Greinarnar eru því hoggnar niður í flísar á

örskotsstundu og úr verður gott

frákast sem hægt er að beina í

ákveðna átt, t.d. ofan í kerru.

 

Minnstu kurlararnir og þeir ódýrustu rífa í sig greinarnar með hnífunum.  Kurlið úr slíkum kurlara er tiltölulega gróft.  Lítið er hægt að gera til að breyta grófleika kurlsins, en þó er aðeins hægt að hliðra til móthníf til að gera kurlið fínna eða grófara en það breytir þó ekki miklu.  Þessir kurlarar vinna nokkuð hratt enda ræður hraði hnífanna för.

 

Stærri kurlarar sem eru ætlaðir

greinum 12cm sverum mest eða

sverari eru með innmötunarbúnaði.  

Þá eru valsar sem draga inn efnið á

hæfilegum hraða að hnífunum. Þú getur stillt hraða innmötunar og þarmeð ákvarðað grófleika kurlsins.  Ef þú lætur matarann draga inn efnið hægt þá verður kurlið fínna vegna þess að hnífahjólið snýst alltaf á sama hraða.  Innmötunarvalsinn er drifinn áfram með vökvadælu.  Mótorinn í kurlaranum eða drifskaft úr traktor eru því að drífa hnífahjólið og glussadæluna sem dregur inn efnið.  Ganghraði á inntaksvölsum eru alltaf heldur hægari en þegar hnífarnir eru að draga inn efnið. 

Með inntaksvölsum er stjórnbúnaður og öryggi notandans mikið betra.  Það er alltaf hægt að stoppa og bakka ef vandræði koma upp, án þess að þurfa að hlaupa í traktorinn eða drepa á mótor.

 

Um val á kurlara

Ef þú hefur traktor til umráða þá mælum við með kurlara fyrir traktorinn ef önnur rök mæla ekki á móti.  Traktorskurlurum fylgir minni viðhaldsvinna.  Traktorarnir skila meira afli og flutningur á milli vinnustaða verður því auðveldari vegna þess að kurlarinn situr á þrítengi traktorsins.

Einnig eru nú í boði kurlarar sem eru glussadrifnir og ætlaðir litlum vinnuvélum s.s. liðléttingum.

 

Hversu stóran kurlara á að kaupa?  Það er töluverð pæling.  Þó svo að þú finnir stöku grein sem er sverari en t.d. 20cm þá getur þú verið að offjárfesta, þá er hugsanlegt að yfir 90% af efninu liggi undir 5cm.  Stærri kurlarar geta átt í erfiðleikum með að vinna úr efni sem er mjög grannt t.d. undir 2cm. 

Það er því ekki skynsamlegt að klippa efnið of mikið niður fyrir kurlun því að stilkurinn dregur með sér smágreinarnar.  Sverara efni en kurlari ræður við er alltaf hægt að nota sem eldivið.

Ef kurlari sem kostar X krónur ræður við 80% af efninu, þá getur kurlari sem ræður við 100% af efninu kostað 2*X eða tvöfalt meira.  

 

Þú verður sjálf/sjálfur að draga línuna hvað kurlari þarf að vera stór m.t.t. efnis og auðvitað umfangs.

Það er gott ráð að fara út með reglustiku og taka nokkrar mælingar.  Stundum eru tréin stærri og sverari í huganum en raunin er.

Svo er það auðvitað alltaf stóra spurningin, hvað vilt  þú setja stóran aur í þetta?

Við erum oftast með helstu varahluti á lager og við getum útvegað hvaða part sem er ef eitthvað bilar með stuttum fyrirvara.  Hnífarnir duga lengi og þá má brýna.

Öllu máli skiptir að notandinn annist vélina vel, læri á hana, passi upp á olíur, reimastrekkingar og bit á hnífum svo eitthvað sé nefnt. Það eitt hefur mikið að segja fyrir langa og farsæla notkun.

Algeng vandræði í byrjun.  Litlir kurlarar eiga oft í vandræðum með að vinna úr grönnum barrgreinum því þær eru seigar og safaríkar.  Ráð við því er að hnika til móthníf til að stækka opið.  Stundum þarf að stilla móthníf m.t.t. þess hvað er verið að kurla.

Ef efni hefur legið lengi og er mjög þurrt þá getur það gerst að litlir kurlarar ná ekki að blása efninu út, heldur þyrlast efnið um í kurlara þangað til allt stíflast. þá vantar massann. Ráð við því er að blanda nýju efni með til að kurlari nái að hreinsa út.

 

Það er mikilvægt að notandi kynni sér vel leiðbeiningar sem fylgja vélinni.  Í leiðbeiningum er að finna svar við öllum helstu spurningum og upplýsingar um eiginleika sem skiptir notandann skiptir máli svo að vélin nýtist sem best.

Kurlari er ekki barnaleikfang, hann 

getur reynst stórhættulegur ef ekki

er rétt gengið um hann.  Við mælum

með að nota öryggisbúnað sem ver

andlit, augu og eyru til að forðast slys.

Í kurlarann á aðeins að setja greinar og hæfilega sver tré.  Naglar, skrúfur og aðrir aðskotahlutir eyðileggja hnífana og skapa mikla slysahættu.

skovhjelm-med-visir-og-horevaern.jpg
flishugger-til-traktor-kapacitet-op-til-o250mm-rpm540-1000 (11).jpg
hjólið.jpg
flishugger-til-traktor-kapacitet-op-til-o250mm-rpm540-1000.jpg
MATGS65H.JPG
MATGS15SF.JPG
flishugger-til-traktor-max-trae-diameter-148-mm (3).jpg
flishugger-15-hk-med-elstart.jpg
flishugger-til-traktor,-max-10-cm-trae (1).jpg

Fáðu nánari upplýsingar
 
Sími 555 6520
sala@hardskafi.is

Viðskiptavinir eru bændur í ýmsum búskap,  frístundabændur, skógarbændur, golfklúbbar, sveitarfélög og verktakar svo eitthvað sé nefnt.

Harðskafi

Harðskafi ehf,  kt 700408-1160,  Reykjavík

bottom of page