@RISK er hugbúnaður fyrir hermun „viðbót (Add-In) við Excel“. Með niðurstöðum úr @RISK er óvissan kortlögð og skýr mynd dregin upp af áhættunni og tækifærum í verkefninu.
The DecisionTools Suite hugbúnaðarpakkinn
samanstendur af @RISK og sex öðrum öflugum
verkfærum sem öll vinna með Excel til þess ætluð
að bæta ákvarðanatöku. Nánar um hvert fyrir sig
hér fyrir neðan.
Öflugt hugkort fyrir Excel. Nú er leikur einn að koma ýmsum gagnasettum á myndrænt form.
NeuralTools (Tauganet) Gott verkfæri til að framkvæma lánshæfismat viðskiptavina.
PrecisionTree er ákvarðanatökutré sem aðstoðar við að koma flóknum, lagskiptum ákvörðunum á blað á skipulagðan hátt í réttri röð.
RISKOptimizer er bestunarverkfæri sem tekur tillit til óvissu í forsendum.
Evolver er fyrirtaks verkfæri til bestunar jafnt línulegrar sem ólínulegrar. Evolver getur tekist á við flókin vandamál þar sem aðrir solverar bregðast.
StatTools er öflugur tölfræði pakki sérsniðinn að @RISK.
Stjörnumerki þýðir að umræddur hugbúnaður fylgir með í The Decision Tools suite pakkanum.