top of page

Vantar þig tæki í sveitina ?

Sala og þjónusta 
sími 555 6520
sala@hardskafi.is

Við sendum í einum grænum

Liðléttingar

Hagasláttuvélarnar sem stundum eru kallaðar ruddasláttuvélar og jafnvel hnallþórur saxa niður grasið.  Öxull sem liggur láréttur er með fjölda hnífa (hnalla) sem slá og saxa niður grasið svo það hverfi fyrr niður í svörðinn.  Aftast er hæðarstillanlegt kefli sem rúllar eftir jörðinni.  Sláttuhæð er svo stýrt með þrítenginu.  Skíði til hliðanna sem eru stillanleg draga úr hættu á að hnífar nái í jörð ef land er mishæðótt.
Til að flækja málið, þá eru vélarnar til í ýmsum útfærslum allt eftir því hvert viðfangsefnið er.  Þessum spurningum er gott að velta fyrir sér áður en ráðist er í kaup á vél.
1. Hvað er traktorinn stór í hestöflum og í hvaða stærð er beislið  cat.1,  cat. 2 eða annað.  Allt þarf þetta að passa saman.  Sumar vinnuvélar eru eingöngu með vökvaúrtak en ekki aflúrtak fyrir drifskaft, þá þarf sláttuvél að vera vökvadrifin.
2. Hversu stórt er viðfangsefnið í hekturum talið sem vélin á að þjóna?  Stærri vélar bjóða upp á meiri afköst t.d. í klukkustundum talið.  Minni vélar elta hinsvegar betur landslagið ef það er mishæðótt.
3. Hversu aðgengilegt er viðfangsefnið?  Stundum er landslagið ekki auðvelt,  skurðir, girðingar og trjágróður þvælast fyrir.  Þá hentar oft að vera með tilfærslubúnað svo traktor fari ekki of nærri skurði, en engu að síður að hægt sé að slá fram af brún og jafnvel ofan í.  Það eru til allskonar útfærslur af vökvastýrðum örmum til að beita vél t.d. fram af vegbrún, upp brekku og einnig til að klippa hekk.

svingbar-slagleklipper-model-agf_edited.
snið.JPG
sláttuv.JPG

Flestir láta standard vélar duga og bæta kanski við tilfærslubúnaði.

augl.JPG
VCDH300.JPG

Kompakt vélarnar eru nýjar en þær eru hugsaðar fyrir svo kallaða kompakt traktora eða smátraktora Cat.0.  Slíkir traktorar eru með lægri þyngdarpunkt en venjulegir traktorar.  

Svo eru líka vélar sem eru byggðar upp eins og garðsláttuvélar, reimdrifnar með hnífasetti (spöðum) á snúningshjóli (rótor) upp í þrjú.

Um notagildi hagasláttuvéla.
Þær eru fyrst og fremst notaðar í þeim tilgangi að fegra og snyrta grónar grundir, viðhalda túnum sem ekki eru í notkun fyrir hefðbundinn slátt og heyskap.  Hagasláttuvélarnar slá gras og annan gróður, illgresi og hríslur.  Sjaldnast er gras rakað eftir slíkan slátt, heldur er það látið hverfa ofan í jarðveginn og grasið þannig nýtt sem áburður.  Minni hætta er af sinu- og skógareldum við mannabústaði ef gróður fær ekki að vaxa stjórnlaust.  Ef saxa þarf trjágróður þá henta klippur og sagir betur sem við erum með í boði.

Ef hagasláttuvélar duga ekki í verkið þá henta mulningsvélarnar en þær eru efnismeiri og meiri kvistbrjótar. Við erum með nýja línu af mulningsvélum fyrir minni traktora á verði sem ekki hefur sést hér áður.

Ráðlegt er að velja vél við hæfi. Ef valin er sláttuvél ætluð 40 - 50 hestafla traktor og sett á traktor sem er 100 hestöfl, þá má gera ráð fyrir því að drifskaft sem fylgir geti verið of stutt og að yfirtengi passi ekki í raufina á sláttuvél. Áhættan sem tekin er felst í því að sláttuvél verði fyrir of miklu álagi. Við það slitnar vélin mögulega hraðar.  Reimarnar sem tengja drifhús við öxul slitna við of mikið álag. Við vitum ýmislegt um þetta.

Vélarnar eru flestar gerðar fyrir 540 rpm
snúninga á mínútu, stærri vélarnar eru fyrir 1000 rmp.
Mikilvægt er að stilla sláttuhæðina rétt og finna heppilegan aksturshraða til að áferðin verði góð og álag á vélarnar hæfilegt.  
Hagasláttuvélarnar eru flest allar hliðsettar, þ.e. ekki miðjusettar.  Það þýðir að t.d. 65% vinnslusvæði liggur hægra megin við miðju traktors.
Ef þú þekkir heildarbreidd traktors, þá vitum við hversu langt út fyrir hægra hjól tiltekin sláttuvélin slær.

Til að tryggja góða endingu þarf að fylgja leiðbeiningum í öllum atriðum og hafa koppafeitissprautuna tiltæka og ekki gleyma að nota hana.  Klappir, grjót og aðra  aðskotahluti  þarf að forðast.  Það er ekki bara vélin sem er í hættu heldur allt sem er í nágrenninu.  Hættusvæði vélarinnar er skilgreint 70metrar þegar hún er á fullum snúningi.

Eins og með öll tæki þá ber að ganga varlega um þau og fylgja öryggisleiðbeiningum til að koma í veg fyrir slys.  Öll tæki eru CE merkt og afrit af CE skírteini fylgir með leiðbeiningum.  
  
Við hjá Harðskafa svörum öllum  spurningum eftir bestu samvisku.

Fáðu nánari upplýsingar
 
Sími 555 6520
sala@hardskafi.is

Viðskiptavinir eru bændur í ýmsum búskap,  frístundabændur, skógarbændur, golfklúbbar, sveitarfélög og verktakar svo eitthvað sé nefnt.

Harðskafi

Harðskafi ehf,  kt 700408-1160,  Reykjavík

bottom of page